Flothetta
Sána og Flot í Skeiðalaug um Páskana
Sána og Flot í Skeiðalaug um Páskana
12.900 ISK
Translation missing: is.products.product.taxes_included
Flothetta býður upp á frábæra blöndu af hreinsandi og nærandi Sána viðburði og Flotmeðferð í Skeiðalaug um Páskana.
Sána upplifunin er funheit blanda af þremur lotum af gleðiríkri samveru í hita, ilm, tónlist og kælingu á milli. Flotmeðferð er djúpslakandi íslensk vatnsmeðferð sem ferjar fólk inn í aðra vídd í vatninu um leið og þátttakendur þiggja meðhöndlun og nudd. Flotgræjur, léttar veitingar og drykkir í boði.
Gott er að hafa með sér vatnsbrúsa og auka handlæði fyrir sánuna.
Smelltu á hnappinn, veldu dagsetningu og svo tímasetningu. Bæta svo í körfu til að ganga frá skráningu.
Athugið að til að fá staðfestingu um bókun þarf að skrá netfang og forföll þarf að boða með a.m.k. sólarhrings fyrirvara.