Áskriftakort í Flotmeðferð

46.000 kr

Áskriftakort í flotmeðferð veitir þér fimm skipti í dásamlega djúpslakandi upplifun þar sem þátttakendur þiggja meðhöndlun og nudd á meðan flotið er. Flotmeðferðin er heilandi ferðalag í þyngdarleysi vatnsins þar sem heilbrigt orkuflæði líkamans er örvað og neikvæð áhrif streitu losuð út.

Handhafi áskriftakorts er frjálst að nota kortið til að bjóða öðrum með sér.

Fimm skipti á verði næstum því fjögurra. Áskriftarkóðan gildir fyrir bókanir í flotmeðferð í bókunarkerfinu hér.

Þess má geta að Flotmeðferð Flothettu var tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2020. Í umsögn dómnefndar segir m.a: „Flotmeðferðin sprettur upp úr sundmenningu Íslendinga en er líka kærkomin viðbót við hana. Hún er í takt við þær áherslur sem við höfum fundið fyrir síðustu ár; að verðmætasköpun er ekki bundin við framleiðslu hluta heldur getur svo sannarlega falist í upplifun, vellíðan og samveru.“

Flotmeðferðin fer fram í upphitaðri einkalaug og er í umsjón viðurkenndra flotþerapista sem allir hafa lokið námskeiði í Flotþerapíu og uppfylla kröfur um þekkingu og öryggi í vatnsmeðferðarvinnu.