Áskriftarkort í Flotmeðferð

35.000 kr

Flotmeðferð er djúpt og heilandi ferðalag þar sem þátttakendur eru leiddir af mýkt og öryggi inn í kyrrð og eftirgjöf í þyngdarleysi vatnsins.

Í flotmeðferð er boðið upp á líkamsmiðaða meðhöndlun í formi mjúks flæðis í vatninu auk þess sem notast er við heilandi snertingu og nudd á meðan flotið er. Allt miðast þetta að því að næra og örva heilbrigt orkuflæði líkamans og losa út neikvæð áhrif streitu.

Nauðsyn er að skrá sig fyrirfram með því að senda skilaboð gegnum facebooksíðu Flothettu eða á netfangið: flothetta@flothetta.com

Verð kr. 7.500. Flotbúnaður er á staðnum.

Þess má geta að Flotmeðferð Flothettu var tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2020. Í umsögn dómnefndar segir m.a: „Flotmeðferðin sprettur upp úr sundmenningu Íslendinga en er líka kærkomin viðbót við hana. Hún er í takt við þær áherslur sem við höfum fundið fyrir síðustu ár; að verðmætasköpun er ekki bundin við framleiðslu hluta heldur getur svo sannarlega falist í upplifun, vellíðan og samveru.“

Umsjón er í höndum viðurkenndra Flotmeðferðaraðila sem hafa allir lokið námskeiði í Flotþerapíu og uppfylla kröfur um þekkingu og öryggi í vatnsmeðferðarvinnu