Fljótandi slökun

Þegar flotið er og þyngdaraflinu sleppir frelsast þeir hlutar líkamans sem bera uppi þunga okkar dagsdaglega. Þannig fá miðtaugakerfið, vöðvar og hryggjarsúlan hvíld þegar flotið er um í heitri laug, án áreynslu. Streituvaldandi efni, líkt og adrenalín og kortisól, víkja fyrir taugaboðefnum eins og endorfíni sem bæði er verkjastillandi og veitir vellíðunartilfinningu. Þannig skapar Flothetta fullkomið ástand fyrir slökun og endurnæringu í mýkt vatnsins.

Hvað er Flothetta?

Flothetta er hönnuð af Unni Valdísi Kristjánsdóttur, hönnuði og vatnsmeðferferðaraðila. Hugmyndafræði verkefnisins byggir á reynsluheimi hennar sem Íslendings sem stundað hefur náttúru- og sundlaugaferðir frá blautu barnsbeini. Þannig samtvinnast áhugi Unnar Valdísar á hönnun og að vinna með heita vatnið til heilsueflingar, slökunar og í lækningaskyni. Flotbúnaðurinn er hannaður til að veita líkamanum áreynslulausan flotstuðning í vatni, skapa aðstæður fyrir djúpslökun, draga úr verkjum í vöðva og stoðkerfi líkamans. Þetta góða slökunar- og vellíðunarástand sem næst í þyngdarleysi vatnsins gerir okkur kleift að losa um andlega og tilfinningalega streitu og skapa samhljóm, tengingu og jafnvægi.

Síðan Flothetta kom á markað hafa orðið til áhugaverðar og endurnærandi nýjungar í baðmenningu þjóðarinnar. Hönnunin hefur náð að skapa heim upplifanna og nærandi samveru í vatni. Segja má að Flothetta hafi ekki einungis gefið af sér samfélag, heldur einnig menningu. Samflot, Flotmeðferð og Bumbuflot (flotmeðferð fyrir barnshafandi) eru meðal upplifanna sem hægt er að sækja sér í vatninu.

Flotþerapía kennaranám

Til að öðlast hæfni í að halda utan um Flotmeðferð hefur kennaranámið Flotþerapía verið útbúið í samstarfi við Omer Shenar vatnsmeðferðaraðila frá Ísrael. Námið er vandað þriggja stiga nám þar sem kennd er tækni í vatnsmeðferðarvinnu. Farið er djúpt inn í heim vatnsslökunar og hvað þarf til að halda utan um djúpa og góða flotslökun. Þar eru kenndar grunnaðferðir í líkamsmiðaðri vatnsmeðferðarvinnu (e. aquatic bodywork), nemendur öðlast skilning á vísindum og heilsufarslegum ávinning vatnsslökunar og læra að vinna með ólíkar þarfir, ólíkra hópa. 

Sjá Facebooksíðu Flothettu fyrir frekari upplýsingar um Samflot, Flotmeðferðir eða nám í Flotþerapíu.

International customers please visit www.flothetta.com 

Sölustaðir Ísland:

Eirberg: Kringlan • Stórhöfði

Rammagerðin: Skólavörðustígur • Harpa • Flugstöð Leifs Eiríkssonar