Skilmálar og ábyrgð

Flothetta ehf.
Bjargargata 1
102 Reykjavík
Kt. 580314-0740

 

Almenn ákvæði – Samningur

Skilmálar þessir eru samningur um kaup á vöru eða þjónustu á flothetta.is – vefverslun Flothettu ehf. Skilgreina réttindi og skyldur Flothettu annars vegar og kaupanda vöru eða þjónustu hins vegar. Hafi skilmálar þessir ekki verið samþykktir af kaupanda við nýskráningu á vefsíðu Flothettu, flothetta.is, teljast þeir samþykktir við fyrstu kaup á vöru eða þjónustu og staðfestir kaupandi þar með að hann þekki gildandi skilmála vefverslunar Flothettu – flothetta.is. Flothetta ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir. Einnig er áskilinn réttur til að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Flothetta býður kaupendum sínum að fá fría heimsendingu þegar verslað er í vefverslun flothetta.is. fyrir 10.000 kr. eða meira, allt að 7 kg. 

 

Verð

Verð er með virðisaukaskatti og með fyrirvara um innsláttar- og kerfisvillur. Flothetta áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef að viðkomandi vara er uppseld eða af öðrum ástæðum. Flothetta mun upplýsa kaupanda um slíkt eins fljótt og kostur er og hugsanlega koma með tillögu að annarri vöru sem kaupanda gefst kostur á að samþykkja eða hafna.

 

Afhending

Leitast er við að afgreiða vefpantanir næsta virka dag. Á álagstímum má þó gera ráð fyrir lengri afgreiðslufrests. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar flutningsaðila um afhendingu vörunnar. Verði vara fyrir tjóni hjá flutningsaðila þá ber Flothetta ekki ábyrgð á slíku tjóni.

 

Yfirferð á vöru

Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina þarf hann að byrja á því að kanna hvort hún sé í samræmi við pöntunarstaðfestingu og reikning. Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi lesið og kynnt sér leiðbeiningar sem fylgja með vörunni.

Ef kaupandi telur að varan sé ekki í samræmi við vörulýsingu skal senda tilkynningu þess efnis á netfangið unnur@float.is sem mun svara ábendingu innan 7 daga.

 

Greiðsla

Greiðslu getur kaupandi innt af hendi með kreditkorti. Greiðsla fer fram á sama tíma og kaupandi skráir kaup sín. Greiðsla með kreditkorti fer fram í gegnum örugga greiðslugátt sem kaupanda er beint sjálfkrafa til þegar hann fyllir út greiðsluupplýsingar. Þegar kaupandi staðfestir upplýsingarnar er greiðslan skuldfærð af kortinu.

 

Skilaréttur vefverslunar er 365 dagar – ef verslað er á flothetta.is

Kaupandi sem verslar á flothetta.is hefur 365 daga frá kaupdegi til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í fullkomnu lagi í söluhæfum, óuppteknum og upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er keypt á vef. Reikningskvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með vöruskilum. Endurgreiðsla er framkvæmd ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin.

 

Gallar

Ef vara er gölluð þá mun Flothetta ehf. bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Samkvæmt lögum um neytendakaup nr. 48/2003 á kaupandi rétt á því að fá gallaða vöru bætta ef tilkynning berst seljanda innan tveggja mánaða frá því að kaupandi varð var við galla.

 

Ábyrgð

Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við lög um neytendakaup nr. 48/2003, gildir í tvö ár og miðast við dagsetningu kaupa til einstaklinga. Kaupandi, sem nýtur neytendaábyrgðar, er sá aðili sem kaupir vöru til notkunar utan atvinnustarfsemi og kaupin eru ekki í atvinnuskyni eða í tengslum við starf notanda. Að öðrum kosti er ábyrgð á galla eitt ár frá kaupdagsetningu samkvæmt lögum um lausafjárkaup nr. 50/2000.

 

Annað

Flothetta ehf. áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála, enda verði kaupanda tilkynnt um það. Útsending nýrra skilmála til kaupanda og/eða birting á vefsíðunni flothetta.is telst nægileg tilkynning. Litið er svo á að kaupandi hafi samþykkt breytinguna ef hann kaupir vöru eða þjónustu eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út.

 

Ágreiningur

Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim, skulu aðilar reyna að ná sáttum, annars skal bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu eða sambærilega stofnun. Ef framangreint þrýtur, er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

 

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

 

Gildistími

Skilmálar þessir gilda frá 1. júlí. 2020.

 

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.