Sána, Flot og Tónheilun á Sumarsólstöðum

12.900 kr

Sumarsólstöður eru kynngimagnað fyrirbæri og tengdar ýmsum fornum átrúnaði. Þeim fylgja oft mikil hátíðahöld á Norðurlöndunum þar sem fólk kemur saman til að eiga nærandi samverustund sem teygir sig inn í sumarnóttina.

Viðburðirnir fara fram dagana 21.-22. júní í Skeiðalaug og innihalda hreinsandi og gleðiörvandi Sána upplifun sem endar svo í djúpri Flotmeðferð með tónheilun undir björtum sumarhimni. 

Ath. Gott er að hafa með sér vatnsbrúsa og auka handklæði fyrir sánuna.