Flotmeðferð

0 kr

Flotmeðferð er afurð fyrirtækisins Flothettu og er djúpslakandi vatnsmeðferð, þróuð út frá flotbúnaði Flothettu. Ferlið er úthugsað með það að leiðarljósi að þátttakendur upplifi djúpa slökun, vellíðan og endurnæringu. Í flotmeðferð er boðið upp á meðhöndlun og nudd á meðan flotið er í þyngdarleysinu. Allt miðast þetta að því að næra og örva heilbrigt orkuflæði líkamans og losa út neikvæð áhrif streitu. Tímarnir eru alltaf í umsjón viðurkenndra flotþerapista sem hafa lokið námskeiði í Flotþerapíu og uppfylla kröfur um þekkingu og öryggi í vatnsmeðferðarvinnu. Flotmeðferðirnar fara fram í upphitaðri einkalaug: Mörkinni, Suðurlandsbraut 64. Verð kr. 8.500.-